Metfjöldi hraðprófa í gær

Löng röð myndaðist við Suðurlandsbraut í dag af fólki sem …
Löng röð myndaðist við Suðurlandsbraut í dag af fólki sem beið eftir að komast í hraðpróf. mbl.is/Þorsteinn

„Það var metfjöldi í gær, bæði hjá okkur og öllum öðrum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, í samtali við mbl.is um sýnatöku með hraðprófum.

Skylt er að framvísa neikvæðu prófi á viðburðum með allt að 500 manns. 

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, fram­kvæmda­stjóra lækn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, fram­kvæmda­stjóra lækn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ljósmynd/Lögreglan

„Þetta gengur alltaf mjög hratt þó að röðin sé,“ segir Sigríður Dóra og bætir við að hjá heilsugæslunni starfi mjög öflugur og vanur hópur.

Dæmi eru engu að síður um að fólk hafi þurft að bíða í yfir klukkustund eftir því að komast í hraðpróf í dag, samkvæmt upplýsingum mbl.is. 

Hún segir að fjöldi starfsmanna fyrir hvern dag sé miðaður við bókanir. „Þá getum við alltaf séð hversu mörgum við eigum von á. Við erum með hörku duglegt fólk sem vinnur baki brotnu við að koma landanum út á lífið.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert