Segir munnvatnssýnin hafa breytt öllu

Sýnataka vegna kórónuveirunnar.
Sýnataka vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands bendir á það á facebooksíðu sinni að hægt er að óska eftir því hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut að láta framkvæma hraðpróf á börnum með munnvatnssýni.

Þetta er hægt að gera í stað hefðbundinna PCR- eða hraðprófa.

Lára Sóley Jóhannsdóttir nefnir að sonur hennar muni fyrir vikið njóta þess að sækja menningarviðburði á aðventunni enda er hann ekki aðdáandi hraðprófa með sýnum úr nefi.

Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Fréttablaðið að gera þurfi hraðpróf aðgengilegri til að auðvelda fólki að mæta á menningarviðburði.

Sú breyting hafi jafnframt orðið að þeir sem hafi smitast af kórónuveirunni síðustu 180 daga séu nú undanskildir því að framvísa hraðprófum. Núna gildi því PCR-prófin og vottorð um smit á síðustu 180 dögum.

mbl.is