Tölvukerfið fyrir Covid-sýnatökur komið í lag

Ekki er vitað hvað veldur biluninni.
Ekki er vitað hvað veldur biluninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tölvukerfið sem sér um skráningu á Covid-sýnatökum hjá heilsugæslunni liggur nú niðri. Þetta staðfestir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnistjóri heilsugæslunnar, í samtali við mbl.is.

Hún segir að ekki er vitað hvað valdi biluninni en búið er að kalla út fólk til þess að vinna að því að laga kerfið.

Ingibjörg segir að þau geti enn tekið sýni og séð hvort viðkomandi sé neikvæður eða jákvæður en ekki er hægt að skrá niðurstöðuna í kerfið og ekki hægt að senda út vottorð. 

Uppfært 17:03

Samkvæmt upplýsingum frá Ingbjörgu er tölvukerfið nú komið í lag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert