Vinningsmiðinn keyptur í Fjarðarkaupum

Vinningsmiðinn var seldur í Fjarðarkaupum.
Vinningsmiðinn var seldur í Fjarðarkaupum.

Einn heppinn viðskiptavinur Fjarðarkaupa vann tæpar 34,8 milljónir króna þegar dregið var út í Lottóinu í kvöld, en potturinn var þrefaldur í kvöld. Vinningstölurnar voru 3, 14, 17, 21 og 25 og bónustalan var 38. 

Þá fengu fjórir annan vinning, og fá þeir hverjir um sig 154.020 kr. í vinning. Einn miðinn var seldur á N1 á Egilsstöðum, tveir miðanna voru í áskrift og einn miði var keyptur á lottó.is. 

Jókertölur kvöldsins voru 1, 6, 6, 3 og 5. Fékk enginn allar fimm tölur í réttri röð, en sex manns fengu fjórar tölur í réttri röð og unnu þeir sér því inn 100.000 krónur. 

mbl.is