Báknið bólgni með stólaleik ráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýi stjórnarsáttmálinn er „fremur umbúðir en innihald“ að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hún telur fjölgun ráðherra vísbendingu um að báknið bólgni. 

Þorgerður kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum að formenn stjórnarflokkanna hafi ekki nýtt tímann betur.  

Hún óskar nýrri stjórn engu að síður velfarnaðar í störfum sínum, en samfélagið þurfi á skýrri sýn að halda. 

„Sýnin finnst ekki í stjórnarsáttmálanum, þetta er frekar stólaleikur með persónur og leikendur en vinna með hugsjónir og stefnur.“

Bindur vonir við Willum

Varðandi heilbrigðismálin þá vonast hún til þess að með því að heilbrigðisráðuneytið færist frá Vinstri grænum yfir til Framsóknarflokksins, verði afturhvarf frá ríkisvæðingunni í heilbrigðiskerfinu þannig að hægt verði að styrkja spítalann og minnka álag með því virkja ólík rekstrarform. 

„Orðskviða um ekki neitt“

Þorgerði þykir skorta sýn og stefnu í tengslum við mikilvæg verkefni líkt og að leysa úr fjárlagahallanum. Einnig skorti sýn í tengslum við kjaramál og umgjörð þeirra sem muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja.

Hún nefnir einnig húsnæðismálin í þessu samhengi og að það sé ekki tekið nægilega utan um ungt og efnalítið fólk. 

„Það er ekki verið að taka á neinum af þessum stóru grundvallarmálum,“ segir Þorgerður.

Sá hluti sáttmálans sem snertir sjávarútveginn og stjórnarskránna lýsir hún sem „orðskviðu um ekki neitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert