Efast um þekkingu Guðmundar á Tryggingastofnun

Inga Sæland og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.
Inga Sæland og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Samsett mynd

Inga Sæland formaður Flokks fólksins gerir athugasemd við það að stjórnarsáttmálinn nefni fátækt ekki berum orðum en fagnar því að frítekjumark eldri borgara verði tvöfaldað um áramótin.

Hún segir sáttmálan samt sem áður voða skrýtinn og dregur þekkingu Guðmundar Inga á málefnum Tryggingastofnunar í efa. 

VG sátt með forsætisráðuneytið

Spurð um þá miklu uppstokkun sem átti sér stað í stjórnarráðinu segir Inga þar margt einkennilegt: „Mér sýnist þetta stefna í það að Vinstri græn séu teknir út úr þeim ráðuneytum sem þeim hugnast best og séu sátt við það að fá úthlutað forsætisráðuneytinu“.

Hún segir það mjög jákvætt að ríkisstjórnin hafi heitið því að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Hún telur félagsmálaráðuneytið þó ekki hafa verið fyrsta valkost VG en Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra þar. 

Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Árni Sæberg

Félagsmálaráðuneytinu klínt á Vinstri græn

„Ég held nú bara að félagsmálaráðuneytinu hafi verið klínt á þau. Guðmundur Ingi, með fullri virðingu, er ekki sá maður sem hefur mest vit á því sem er að gerast hjá Tryggingastofnun ríkisins. Skerðingar og afkomu öryrkja og eldri borgara bara alls ekki.“

En hefurðu trú á honum þar?

Hann á margt eftir ólært til þess að geta virkað þar. Ég hef trú á honum ef hann ætlar sér það þá mun hann gera það. Ef hann stígur alveg fast inn og er tilbúinn þá mun hann gera það já“.

Froðuflóðið flæði um allar koppagrundir

Inga segir fátækt fólk núna horfa upp heilt kjörtímabil þar sem ekki verði unnið að þeirra málum með hætti sem hún telur viðunandi: 

„Ég sé það að aldrei í 60 blaðsíðna skjalinu er hugtakið fátækt nefnt á nafn, aldrei. Aldrei í 60 blaðsíðum er talað um að hætta að skattleggja fátækt aldrei, heldur ekki fjallað um lágmarksframfærsluviðmið. Mér finnst froðuflóðið flæða um allar koppagrundir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert