Óli Björn og Ingibjörg nýir þingflokksformenn

Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokki.
Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokki. Samsett mynd

Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokki, voru í dag valin af þingflokkum sínum til að gegna stöðu þingflokksformanna.

Óli Björn tekur við formennskunni í þingflokki Sjálfstæðismanna af Birgi Ármannssyni, sem verður næsti forseti Alþingis, en hann hefur setið á Alþingi frá 2016. 

Ingibjörg Ólöf er þingmaður Norðausturkjördæmis, en hún er ný á þingi. Þórunn Egilsdóttir heitin var formaður þingflokks Framsóknarmanna á síðasta kjörtímabili. 

mbl.is