Ungir XD í suðurkjördæmi undrandi á ráðherravali

Hveragerði. Formennirnir eru ekki ánægðir með ráðherraskipan og telja gengið …
Hveragerði. Formennirnir eru ekki ánægðir með ráðherraskipan og telja gengið framhjá oddvitanum.

Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi harma að „ítrekað sé gengið framhjá oddvitum sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi“, að því er fram kemur í ályktun sem formennirnir sendu frá sér í dag.

„Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því fleiri atkvæði og meiri stuðning en formaður Framsóknarflokksins,“ segir þar.

Íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins

Þá er einnig vonbrigðum lýst yfir skiptingu ráðherra á milli landshluta þar sem 10 ráðherrar auk forseta þingsins og koma frá höfuðborgarsvæðinu en aðeins tveir ráðherrar komi af landsbyggðinni, og því ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eru hissa á að oddvitinn, Guðrún …
Ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eru hissa á að oddvitinn, Guðrún Hafsteinsdóttir, fái ekki að sitja í embætti innanríkisráðherra heilt kjörtímabil. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þegar stefnt er að því að oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi taki sæti sem ráðherra að 18 mánuðum liðum bætist staðan þó aðeins en enn hallar verulega á landsbyggðina. Formenn félaga unga stjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmis sitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra.“

Er þarna átt við oddvita Suðurkjördæmis, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við sem innanríkisráðherra í mesta lagi eftir 18 mánuði.

Er yfirlýsingin undirrituð af eftirfarandi formönnum:

Ingveldi Önnu Sigurðardóttur, formanni Ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu og 2. varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Leó Viðarsson, formanni Ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

Sveini Ægi Birgissyni, formanni Hersis félags ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu.

Jóni Guðna Sigurðssyni, formanni ungra sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu.

Hermanni Nökkva Gunnarssyni, formanni ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert