Viðbrögð langt umfram það sem gögn sýna

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir viðbrögð vegna nýju afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, vera langt umfram það sem gögn gefa tilefni til.

„Ef þessi veira hefði smitað mjög stóran fjölda fólks þá hefði maður ástæðu til að vera áhyggjufullur,“ sagði Kári í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni og nefndi að í kringum 100 manns hefðu greinst með afbrigðið í Suður-Afríku.

„Eins og stendur eru fréttir af ógnvænlegum krafti þessa veiruforms svolítið ýktar.“

Kári sagði mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að raðgreina veiruna og ef afbrigðið komi hingað ættum við að geta gripið inn í í hvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert