Saknar Svandísar en líst mjög vel á Willum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir fráfarandi heilbrigðisráðherra.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir fráfarandi heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ég heyri ekki annað en að allir séu mjög ánægðir með að fá Willum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann er spurður hvernig honum lítist á nýjan yfirmann sinn; Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þórólfur segist þó eiga eftir að sakna Svandísar Svavarsdóttur úr heilbrigðisráðuneytinu.

Willum tók í morgun við lykl­un­um að ráðuneyti sínu úr hönd­um Svandís­ar Svavars­dótt­ur, frá­far­andi heil­brigðisráðherra.

Willum sagði við það tækifæri að verkefnin væru mörg og eitt þeirra væri að ræða við Þórólf.

Svandís Svavars­dótt­ir sagði við til­efnið að hún gengi sátt frá störf­um sem heil­brigðisráðherra und­an­far­in fjög­ur ár. Heims­far­ald­ur­inn bæri auðvitað hæst en þó væri hún ánægðust með heil­brigðis­stefnu sína, sem fékk víðtæk­an stuðning í þing­inu þvert á flokka. 

Þórólfur segir að samstarf hans og Svandísar hafi verið með miklum ágætum og það hafi verið ánægjulegt að vinna með henni.

„Auðvitað sakna ég hennar en það er bara eins og það er, það kemur maður í manns staða og mér líst mjög vel á Willum.“

mbl.is