Sumardekk stór þáttur í umferðartöfum

Frá umferðartöfunum síðdegis í dag.
Frá umferðartöfunum síðdegis í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjölmargir bílar séu enn á sumardekkjum. Það hafi átt stóran þátt í umferðartöfunum sem urðu í dag og skapi mikla hættu.

Margir smáárekstrar urðu seinnipartinn í dag og minni óhöpp. Samkvæmt lögreglu eru alltof margir ökumenn á vanbúnum bílum miðað við bæði árstíma og færð. Traffíkin fór að minnka um sjöleytið í dag, eftir miklar umferðartafir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.

Sektir liggi við því að vera á vanbúnum bílum

Samkvæmt lögreglu þurfa ökumenn að gefa sér tíma og vera á vel búnum bílum þegar veðurskilyrði eru eins og þau voru í dag.

Lögreglan hvetur fólk til þess að vera ekki á illa búnum bílum og alls ekki á sumardekkjum. Hún minnir einnig á að sektir liggi við því að vera á vanbúnum bílum, eða bílum sem eru með óhæfa hjólbarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert