117 smit innanlands

Skimun fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Skimun fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut í Reykjavík. mbl.is/Karítas

117 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær, þar af voru 51 í sótt­kví við grein­ingu eða 43,5 prósent. 

Þetta kem­ur fram á covid.is þar sem enn frem­ur kem­ur fram að alls hafi 122 smit (samkvæmt samanlagðri tölu innanlandssmita og landamærasmita) greindust í gær, þar af fimm smit á landa­mær­un­um.

1.816 eru í sóttkví sem stendur og 190 í skimunarsóttkví. Nítján liggja inni á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

 

mbl.is