Hættir sem skólastjóri Fossvogsskóla

Frá útikennslu við Fossvogsskóla.
Frá útikennslu við Fossvogsskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skólastjóri Fossvogsskóla, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, lætur af störfum frá og með morgundeginum.

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, sem síðastliðið ár hefur starfað á skrifstofu skóla- og frístundasviðs borgarinnar, mun taka tímabundið við starfinu.

Frá þessu greinir sviðsstjórinn Helgi Grímsson í tölvupósti til foreldra.

Samstarf heimila og skóla verði gott

„Um leið og skóla- og frístundasvið þakkar Ingibjörgu kærlega fyrir hennar störf í þágu skólasamfélagsins í Fossvogsskóla, óskum við henni velfarnaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hafdísi bjóðum við innilega velkomna til starfa og vonum að samstarf heimila og skóla í Fossvoginum verði gott og farsælt,“ skrifar Helgi.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti fyrr í mánuðinum að veita um­hverf­is- og skipu­lags­sviði borg­ar­inn­ar heim­ild til útboðs á lag­fær­ing­um og end­ur­bót­um á Foss­vogs­skóla.

Mygla hefur sett hús­næðismál skól­ans í uppnám frá ár­inu 2019. 

mbl.is