Hluturinn í Mánatúni hafi verið sprengja

Sérsveitin við æfingar. Mynd úr safni.
Sérsveitin við æfingar. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hluturinn sem fannst í ruslagámi við Mánatún í nótt er sprengja af einhverju tagi. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum sínum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur neitað að tjá sig um málið umfram það sem fram kom í tilkynningu í dag.

Þar sagði að þrír væru í haldi lögreglu eftir að hluturinn fannst, en sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang vegna málsins.

Tekið er fram í umfjöllun blaðsins að sendiherrabústaður Bandaríkjanna sé í næsta húsi við gáminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert