Öllum heimsóknum aflýst á Kvíabryggju

Fangelsið á Kvíabryggju.
Fangelsið á Kvíabryggju. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Öllum heimsóknum gesta hefur verið aflýst í fangelsinu Kvíabryggju næstu daga vegna sóttvarnarráðstafana í tengslum við Covid-19.

Þetta kemur fram á facebooksíðu Fangelsismálastofnunar.

Vonast er til að aftur verði hægt að heimila heimsóknir eftir nokkra daga.

mbl.is