Stöðvaður við að draga ungmenni á þotu á bíl

Lögreglustöð eitt við Hverfisgötu í Reykjavík.
Lögreglustöð eitt við Hverfisgötu í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði í nótt þar sem hann var að draga snjóþotu með ungmenni á. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að málið hafi verið tilkynnt foreldrum og barnavernd. 

Nokkuð var um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna ásamt því að maður var tekinn á stolnu ökutæki í annarlegu ástandi. Lögreglan kom að einu yfirstandandi innbroti klukkan um þrjú í nótt og handtók einn aðila. 

Þá var tilkynnt um skemmdarverk á aksturshliði laust eftir klukkan eitt í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Hugsanlega hafi verið keyrt á hliðið og stungið af en eftirlitsmyndavélar eru á staðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert