Áttatíu doktorar brautskráðir í ár

80 doktora brautskráðust á síðustu tólf mánuðum.
80 doktora brautskráðust á síðustu tólf mánuðum. Ljósmynd/HÍ

Háskóli Íslands hefur brautskráð 80 doktora á síðustu tólf mánuðum og var því fagnað í dag á hinni árlegu Hátíð brautskráðra doktora sem fram fór í Hátíðasal skólans. Þetta er næstmesti fjöldi doktora sem skólinn hefur brautskráð á einu ári.

Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ávarp á athöfninni í dag en þetta er í tíunda sinn sem hún er haldin. Doktorar, sem brautskráðst hafa á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. desember 2021, fengu afhent gullmerki Háskóla Íslands.

Í tilkynningu segir að níu doktoranna eru með sameiginlega gráðu frá Háskóla Íslands og erlendum háskóla og þá eru nærri 60 prósent doktoranna með erlent ríkisfang. Alls brautskráðust 39 karlar og 41 kona.

mbl.is