Fasteignamarkaðurinn orðinn að vítahring

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði nýja ríkisstjórn ekki standa fyrir neitt í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Gagnrýndi hún þá sérstaklega íhaldssemi í stjórnarfari síðustu ár sem hún sagði koma í veg fyrir framfarir. 

Hún sagði stöðuna á fasteignamarkaðinum ákveðin vítahring sem yrði að rjúfa þar sem íbúðaverðshækkanir leiddu til verðbólgu.

Kristrún nefndi einnig vöntun á fjármagni úr ríkissjóði í stöðuga uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og vöntun á langtímaáætlun í húsnæðismálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert