Hreinn fer frá Áslaugu til Jóns

Hreinn Loftsson verður áfram í ráðuneyti dómsmála, en nú sem …
Hreinn Loftsson verður áfram í ráðuneyti dómsmála, en nú sem aðstoðarmaður Jón Gunnarssonar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Áður var Hreinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sem var dómsmálaráðherra. Ráðuneyti Jóns tekur einmitt við málefnum dómsmálaráðuneytisins.

Hreinn lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 1983, var við framhaldsnám í Oxford 1984-85 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 1988 og Hæstarétti árið 1993.

Hreinn hefur starfað í lögmennsku víða í atvinnulífinu og í stjórnsýslu. Þá hefur hann verið aðstoðarmaður ráðherra í viðskipta-, utanríkis- og samgönguráðuneyti á árunum 1983-1988, forsætisráðuneytinu árin 1991-1992, áður en hann tók við sem aðstoðarmaður Áslaugar árin 2019-2021.

Hann var sjálfstætt starfandi lögmaður á árunum 1988 til ársins 1991 og frá árinu 1992 til ársins 2019. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum, auk starfs á vettvangi stjórnmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert