Bið og blástur á Hringbraut

Ljósmynd/Bjarni Ólafsson

Mikil umferðarteppa er í austurátt á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur sem stendur. Stafar hún af ölvunar- og fíkniefnamælingum lögreglunnar. 

„Við erum bara að stoppa alla og athuga hvernig staðan er í umferðinni,“ segir Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Lögreglan framkvæmir eftirlit af þessu tagi með reglulegu millibili, allan ársins hring, en nú þegar desember er genginn í garð þótti ærið tilefni til að taka „stórt og mikið stopp“, að hans sögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert