Brynjar Níelsson bætist við sem aðstoðarmaður Jóns

Brynjar Níelsson í ræðustóli á Alþingi. Hann verður nú aðstoðarmaður …
Brynjar Níelsson í ræðustóli á Alþingi. Hann verður nú aðstoðarmaður ráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hefur Jón þar með ráðið sér tvo aðstoðarmenn á tveimur dögum, en í gær var greint frá því að Hreinn Loftsson yrði einnig aðstoðarmaður Jóns.

Brynjar var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá árinu 2013 og frá árinu 2017 var hann 2. varaforseti þingsins. Hann var í framboði í Alþingiskosningum í haust en náði ekki kjöri.

Brynjar var sjálfstætt starfandi lögmaður frá 1991 þar til hann tók sæti á þingi, en árin 2010-2012 var hann jafnframt formaður Lögmannafélags Íslands. Eiginkona Brynjars er Arnfríður Einarsdóttir Landsréttardómari og forseti Félagsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert