Búið að opna almannaheillaskrá

Aðalstöðvar skattsins, við Laugaveg.
Aðalstöðvar skattsins, við Laugaveg. Ljósmynd/mbl.is

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrr á þessu ári var heimilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru í almannaheillaskrá.

Hann getur numið samtals 350 þúsund krónum á almanaksári.

Meðal þeirra skilyrða sem lögaðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda eru: Mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs-, íþrótta- og menningarmálastarfsemi, starfsemi björgunarsveita, vísindaleg rannsóknarstarfsemi, starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra menntasjóða, neytenda- og forvarnastarfsemi, starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga. Viðkomandi móttakandi gjafar eða framlags þarf að vera skráður í almannaheillaskrá á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag veitt. Lögaðilar sem uppfylla skilyrði til að vera skráðir í almannaheillaskrá þurfa að sækja um það til Skattsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert