Gæti aukið líkur á gosi í kjölfar hlaupsins

Íshellan hefur sigið um 12 metra.
Íshellan hefur sigið um 12 metra. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson

Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 14 metra og á eftir að lækka talsvert meira eða um allt að 100 metra. Vatnið sem nú rennur úr Grímsvötnum ber í sér mikla þyngd og gæti það aukið líkur á að gos hefjist í kjölfar hlaupsins, að sögn náttúruvársérfræðings.

Hvað segir það okkur [að íshellan hafi lækkað um 14 metra]?

„Þetta segir okkur að það vatn sem er búið að safnast fyrir í Grímsvötnum er að safnast saman undir jöklinum og það leitar núna niður í Gígjukvísl sem er þarna fyrir neðan. Yfirborð hellunnar á eftir að lækka talsvert meira, um allt að 100 metra og allt það vatn sem er undir þessum geymi finnur sér leið undan jöklinum. Þetta vatn ber í sér mikla þyngd og þegar þetta leitar niður verður mikill förgunarléttir á Grímsvötnum,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Grímsvötn eru mögulega komin á tíma hvað varðar gos og segir Einar að þyngdarléttirinn: „gæti aukið líkurnar á því að gos hefjist í kjölfar hlaupsins.“

Fylgjast vel með öllum mælum

Aðspurður segir Einar að hlaupið úr Grímsvötnum muni taka langan tíma og gerast hægt. Talið er að á seinni part laugardags eða á sunnudaginn muni hlaupið ná hámarki. Eftir það er útlit fyrir að hlaupið muni réna. 

Vatnamælingamenn Veðurstofunnar eru staddir á vettvangi en á Veðurstofunni er fylgst með vatnshæðamæli og rafleiðnimæli. Sá fyrrnefndi hefur hækkað lítillega frá í gær en mælinga frá vatnamælingamönnum er beðið. 

Svo fylgjumst við bara vel með öllum öðrum mælum er varða eldgos þarna á svæðinu og gefum út tilkynningar ef við teljum að eitthvað sé að breytast í þeim efnum. Rafleiðnin var um 190 í gærkvöldi en mælist nú 240. 

„Svo fylgjumst við bara vel með öllum öðrum mælum er varða eldgos þarna á svæðinu og gefum út tilkynningar ef við teljum að eitthvað sé að breytast í þeim efnum,“ segir Einar að endingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert