Krafðist bóta eftir að sauðkind hljóp á hana

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni Vátryggingafélag Íslands hf. og sauðfjárbónda af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu eftir að sauðkind hljóp á konu með þeim afleiðingum að hún féll og slasaðist.

Konan kom í heimsókn á sauðfjárbú í hjóna þar sem sauðburður stóð yfir utandyra og þær köruðu lömb sín. Konan og hjónin eru þremenningar og eiga konan og eiginmaður hennar sumarhús nærri bænum. Kemur fram í dóminum að þau hafi ítrekað komið í heimsókn meðan sauðburður stóð yfir, þó þau hafi ekki aðstoðað við sauðburðinn.

Samkvæmt dóminum missti ein ær sjónar á á lömbum sínum og leitaði skjótrar útgöngu um dyr þar sem konan stóð og rakst utan í stefnanda með þeim afleiðingum að hún hrasaði og datt aftur fyrir sig út um dyragættina og féll á jörðina.

Segist hafa verið beðin um að standa fyrir

Konan byggir á því að bróðir konu sem á búið hafi beint þeim orðum að henni að láta vera að grípa í horn ærinnar en standa í vegi hennar þess í stað. Bróðirinn bar fyrir dómi að hafa ekki orðið var við að konan væri komin inn í fjárhúsið og að hann hafi engum orðum beint að henni.

Hann sagðist aldrei hafa beðið konuna um að standa fyrir ánni því við kringumstæður sem þessar, þegar nýbornar ær missa sjónar af lömbum sínum, því þá leiti þær út aftur þaðan sem þær hafi komið og verið síðast með lömbum sínum. 

Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms taldist ósannað að gefin hefðu verið fyrirmæli um að konan ætti að hafa afskipti af kindinni eða að sauðfjárbóndinn hefði á annan hátt borið ábyrgð á að slysið ætti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert