Stjórnarandstaðan mætt til leiks

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 fer fram sem …
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 fer fram sem stendur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Segja má að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu mættir til leiks á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í morgun fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2022. 

Sem stendur liggur fyrir löng mælendaskrá um frumvarpið og eru flestir sem bíða stjórnarandstöðuþingmenn. Veiðigjöld útgerðarinnar, húsnæðismál, framlög til SÁÁ og málefni öryrkja hafa borið hátt í ræðum stjórnarandstöðuþingmanna, sem raða sér sömuleiðis í andsvör til að leggja frekari áherslu á sinn málflutning. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa ekki verið áberandi í pólitískri umræðu frá því að kosningar fóru fram í september og þar til ný ríkisstjórn var kynnt um helgina. Ljóst er að þingmenn minnihlutans ætli sér ekki að láta afgreiðslu fjárlagafrumvarps líða þegjandi og hljóðalaust og munu láta til sín taka.  

Óánægja með vinnu fjárlagafrumvarps

Í gær fór fram kosning í fastanefndi og aðrar nefndir þingsins. Eftir að sú kosning fór fram kom í ljós að frumvarpi til fjárlaga hafi þegar verið vísað til umsagnar til nokkurra aðila. 

Þetta var harðlega gagnrýnt í morgun af þingmönnum stjórnarandstöðu, þar sem fjárlaganefnd hefur ekki komið saman. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýkjörin formaður fjárlaganefndar, baðst afstökunnar á málinu sem hún kallaði mistök .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert