Styrkir til námsmanna

Styrkþegar og fulltrúar þeirra við athöfn í Listasafni Íslands.
Styrkþegar og fulltrúar þeirra við athöfn í Listasafni Íslands.

Úthlutað var úr minningarsjóði Sigurliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur 10 milljónum króna  í Listasafni Íslands, í vikunni. Að þessu sinni voru styrkþegar tíu og hver fékk því eina milljón króna í sinn hlut.

Sigurliði Kristjánsson var betur þekktur sem Silli í Silla og Valda-búðunum. Verslunarveldi þeirra félaga var mikið að vöxtum, segir í tilkynningu. Sigurliði féll frá 1972 og Helga kona hans tók við fráfall eiginmanns síns við öllum eigum þeirra. Hún féll frá 1979 og að ósk þeirra hjóna fór bróðurparturinn af eigum þeirra til góðgerðar- og styrktarmála. Hluti fór í sjóð til styrktar námsmönnum í verkfræði- og raunvísindanámi.


Þau sem hlutu styrk í ár eru: Alec Elías Sigurðarson, meistaranemi í efnafræði við Háskóla Íslands, Ármann Örn Friðriksson, meistaranemi í reikniverkfræði við HÍ, Árni Freyr Gunnarsson, doktorsnemi í tölfræðilegum erfðavísindum við Oxfordháskóla, Gunnar Sigurðsson, meistaranemi í rafmagnsverkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi, Katrrín Agla Tómasdóttir, meistaranemi í loftlagsfræðum við Stokkhólmsháskóla, Lilja Steinunn Jónsdóttir, meistaranemi í jarðeðlisfræði við HÍ, Magnea Freyja Kristjánsdóttir, meistaranemi í umhverfisverkfræði við HÍ, Smári Snær Sævarsson, meistaranemi í fjármálaverkfræði við Columbia-háskóla, Teitur Óli Kristjánsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Tækniháskólann í Danmörku og Þorbjörg Anna Gísladóttir, nemandi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert