Þjónustumiðstöð byggð við Hengifoss

Byggt verður eftir verðlaunatillögu Eriks Rönnings Andersen og Sigríðar Önnu …
Byggt verður eftir verðlaunatillögu Eriks Rönnings Andersen og Sigríðar Önnu Eggertsdóttur arkitekta. Ljósmynd/Zis As

Tekin hefur verið fyrsta skóflustunga að þjónustumiðstöð við Hengifoss í Fljótsdal. Húsið mun rísa á næsta ári. Jafnframt er verið að undirbúa gerð tveggja brúa og göngustígs við utanvert gilið sem mun gefa færi á hringleið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hengifoss er vinsæll viðkomustaður ferðafólks enda fossinn fallegur sem og gljúfrið sem hann fellur í. Um 90 þúsund gestir lögðu leið sína þangað áður en kórónuveirufaraldurinn dró úr aðsókn.

Göngustígur liggur upp með innanverðu gljúfrinu og upp að fossinum. Fljótsdalshreppur efndi til hönnunarkeppni fyrir nokkrum árum um aðstöðubyggingu ásamt lausnum á hvíldar- og útsýnisstöðum, hliðum og merkingum. Arkitekarnir Erik Rönnig Andersen og Sigríður Anna Eggertsdóttir sigruðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert