Landsréttur þyngir nauðgunardóm

Maðurinn var dæmdur til þess að greiða 1,2 milljónir auk …
Maðurinn var dæmdur til þess að greiða 1,2 milljónir auk dráttarvaxta í miskabætur og þar að auki tæpar níu milljónir í málskostnað. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur þyngdi í dag nauðgunardóm yfir karlmanni í þrjú ár í fangelsi fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn ungum fötluðum manni sem var í hans umsjón. Maðurinn hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn var dæmdur til þess að greiða 1,2 milljónir auk dráttarvaxta í miskabætur og þar að auki tæpar níu milljónir í málskostnað.

Karlmaðurinn er dæmdur fyrir að hafa fróað brotaþola þrisvar og þar með hafi hann nýtt sér gróflega þá yfirburðastöðu sem hann var með gagnvart brotaþola.

Í dómnum er tekið fram að brotaþoli hafi ekki verið fær um að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka enda hefði hann engan skilning á kynferðislegu sambandi milli einstaklinga. Hann hafi því ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til þess að óska eftir eða gefa samþykki á verknaði ákærða.

mbl.is