Tæplega átta þúsund manns í sýnatöku

Röðin í sýnatöku hefur undanfarna mánuði gjarnan verið býsna löng.
Röðin í sýnatöku hefur undanfarna mánuði gjarnan verið býsna löng. mbl.is/Þorsteinn

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Suðurlandsbraut í dag til þess að mæta í sýnatöku. Tæplega átta þúsund manns mættu í heildina að sögn Ingibjargar Salóme Steindórsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Það voru um það bil 6.500 manns sem komu til okkar í hraðpróf í dag. Svo bætast við þá tölu tæplega 1.400 manns sem koma í PCR-próf.“

Ingibjörg segir taktinn í sýnatökunni vera þann sama og verið hefur; „við erum náttúrulega alltaf að toppa okkur í fjölda.“

Síðla sumars var greint frá því að sýnatökuteymið á Suðurlandsbraut væri nærri þolmörkum hvað varðar fjölda. Þá voru um það bil 3.000 manns að mæta í PCR-próf og sami fjöldi í hraðpróf daglega.

Ingibjörg segir bolmagnið hafa aukist enda séu þau sífellt að bæta við sig starfsfólki. Þá segir hún ekki tilfinnanlegan mun á fólki vegna Ómíkron-afbrigðisins, fólk taki þessu almennt rólega líkt og sóttvarnayfirvöld hafa biðlað til fólks um að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert