Vímaðir grunaðir um að hafa keyrt á tré

„Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt en þó fátt sem telst sértaklega fréttnæmt,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar er þó tekið fram að á þriðja tímanum í nótt hafi fjórir menn hafi verið handteknir vímaðir í Laugardalnum grunaðir grunaðir um að hafa verið á bifreið sem hafði verið ekið á tré. Þeir voru vistaðir í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra þá.

mbl.is