Yfirvöld kaupa lyf gegn einkennum veirunnar

Landspítali annast framkvæmd innkaupanna.
Landspítali annast framkvæmd innkaupanna. mbl.is/Unnur Karen

Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að festa kaup á lyfi sem að draga á úr hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 sjúkdómsins við vissar aðstæður. Verður það væntanlegt síðar í mánuðinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Lyfið, Sotrovimab frá GlaxoSmithKline, er einstofna mótefni og gagnast það best þeim sem eru óbólusettir eða mynda illa mótefni vegna annað hvort lyfja eða sjúkdóma. Er mælst fyrir því að lyfið sé tekið við upphaf veikinda hjá þeim sem eru í aukinni hættu á að þróa með sér alvarlegan sjúkdóm.

Hefur ákvörðun verið tekin um kaup á 72 skömmtum til að byrja með, en um svokallað undanþágulyf er að ræða. Verður það væntanlegt til landsins fyrir áramót.

mbl.is