108 smit innanlands – Ómíkron-smit orðin 10

mbl.is/Karítas

108 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 56 utan sóttkvíar. Þá greindust tvö smit  á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur.

Í dag eru 1470 í einangrun og 1888 í sóttkví.  Tíu einstaklingar hafa verið greindir með Ómíkron-afbrigðið á Íslandi. Eins og áður eru öll jákvæð Covid-19 sýni á Íslandi raðgreind og öll smit rakin.

Smitrakning gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Fjöldi PCR sýna sem tekin voru í gær kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð nk. mánudag.

mbl.is