Býst við að starfsmönnum Stjórnarráðsins fjölgi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna stendur nú yfir við að meta hversu mörg stöðugildi færast á milli ráðuneyta vegna uppstokkunar á ráðuneytum sem kynnt var með nýrri ríkisstjórn. Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að þó að fjöldi starfsmanna sem flytjist á milli ráðuneyta liggi ekki fyrir séu allar líkur að einhver fjölgun stöðugilda verði í Stjórnarráðinu frá því sem nú er.

Bryndís segir að ráðuneytisstjórar hafi fundað á fimmtudag og þar hafi komið fram að þessi vinna gangi vel. „Í framhaldi af henni verður rætt við hlutaðeigandi starfsfólk um það hverjir flytjast milli ráðuneyta með verkefnunum. Í sumum tilvikum er það skýrt hverjir ættu að flytjast með, í öðrum ekki og þarf að skoðast í hverju og einu tilviki,“ segir Bryndís í samtali við Morgunblaðið.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni ríkir óvissa meðal starfsmanna Stjórnarráðsins vegna uppstokkunarinnar og óvissan hefur valdið mörgum óþægindum.

Bryndís segir aðspurð að við flutning starfsfólks sé stuðst við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Öllum þeim starfsmönnum, sem í hlut eiga, verður í samræmi við áðurnefnd lagaákvæði boðið að flytjast með málaflokknum, en eins og áður segir er það samtal hafið við hlutaðeigandi starfsmenn í ráðuneytunum eða er um það bil að hefjast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert