Fjölmenni í Bláfjöllum í kuldanum í dag

Það var kalt en góð stemning í Bláfjöllum í dag.
Það var kalt en góð stemning í Bláfjöllum í dag. mbl.is/Gunnlaugur

Fjölmennt var í Bláfjöllum í dag á fyrsta almennilega degi fyrir gönguskíðaiðkendur á höfuðborgarsvæðinu. Sá gönguskíðafélagið Ullur til þess að jólalög ómuðu um svæðið og bauð félagið auk þess göngugörpum heitt kakó.

Fagurt vetrarveður var á Höfuðborgarsvæðinu í dag en yfir Bláfjöllum hékk létt þoka mest allan daginn og var um tíu stiga frost.

Það truflaði þó ekki göngugleðina þar sem algjört logn var á skíðasvæðinu.

mbl.is