Ráðherra skipar starfshóp um Hjalteyrarmálið

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp sem ætlað er að rannsaka starfsemi barna­heim­il­inu í Rich­ards­húsi á Hjalteyri, sem starf­rækt var á ár­un­um 1972-1979, væri kannaður.

Þetta kom fram í máli Jóns í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.

Ráðherra sagði að hópurinn muni taka til starfa eftir helgi eða verða kynntur þá.

„Þetta er mikið pandórubox sem verið er að opna og við þurfum að stíga varlega til jarðar en gríðarlega mikilvægt að við þessu sé brugðist,“ sagði Jón.

Starf­semi barna­heim­il­is á Hjalteyri hef­ur verið víða til um­fjöll­un­ar síðustu daga, eða eft­ir að fólk sem þar dvald­ist í æsku steig fram í þætti Stöðvar 2 og greindi frá harðræði sem það varð fyr­ir. Hjalteyri er í Hörgár­sveit og nú hef­ur sveit­ar­fé­lagið óskað eft­ir því að ríkið rann­saki þessi mál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert