Sýndu samstöðu á Austurvelli

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem samstöðufundur með konum á flótta var haldinn. Kon­urn­ar sem sam­stöðufund­ur­inn bein­ir helst sjón­um sín­um að eru fjór­ar til fimm tals­ins en skipuleggjendur segja að vel geti verið að fleiri kon­ur í sömu stöðu séu úti í sam­fé­lag­inu.

„Ég held að fólki sé bara mis­boðið. Það heyr­ir af mál­um þess­ara kvenna í fjöl­miðlum. Það kem­ur fram hjá lög­mönn­um þeirra hver staða þeirra er og ég held að fólk vilji bara safn­ast sam­an og sýna breiða sam­stöðu með þess­um kon­um og fleir­um í þeirra stöðu,“ sagði Eyrún Ólöf Sig­urðardótt­ir, einn skipuleggjenda, við mbl.is fyrr í dag.

Ljósmynd/Óttar Geirsson

Kon­un­um hef­ur verið synjað um efn­is­lega með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um alþjóð­lega vernd af þeim sök­um að þær hafa fengið vernd í Grikklandi. Þar eru flótta­manna­mál í mikl­um ólestri. 

Ljósmynd/Óttar Geirsson
mbl.is