Vél Play millilenti á Akureyri vegna veðurs

Nadine bætir við að morgundagurinn lítur betur út og stefnir …
Nadine bætir við að morgundagurinn lítur betur út og stefnir allt í það að öll flug verða á áætlun. Þorgeir Baldursson

Flugvél Play frá Berlín millilenti á Akureyri klukkan fimm í dag vegna vonsku veðurs í Keflavík, þetta staðfestir Nadine Guðrún Yaghi upplýsingafulltrúi Play.

„Aðstæðurnar voru þannig í Keflavík að flugmennirnir ákváðu í öryggisskyni að fljúga vélinni frekar til Akureyrar og lenti hún þar klukkan fimm í dag, þar var hún undir klukkutíma og lagði svo af stað til Keflavíkur um sex leytið,“ segir Nadine.

Nokkuð er um seinkunnir vegna veðurs, farþegar í Lundúnum og Kaupmannahöfn mega vænta þriggja til fjögurra tíma seinkunnum.

„Þau eru ekki að fara fyrr en eftir miðnætti en áttu að fara um klukkan níu.“

Nadine bætir við að morgundagurinn lítur betur út og stefnir allt í það að öll flug verði á áætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert