Íshellan sigið rúma 70 metra

Af Grímsvötnum.
Af Grímsvötnum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Nýjustu mælingar benda til þess að íshellan í Grímsvötnum hafi sigið um rúmlega 70 metra frá frá því fyrst fór að bera á sigi en það er 20 metrum meira en í gærkvöldi. 

Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir því að hlaupið í Gígjukvísl nái hámarki í dag. „Það er spáin allavega,“ segir Hulda í samtali við mbl.is

Tölur um rennsli muni liggja fyrir eftir hádegi 

Mælingar á rennsli í Gígjukvísl standa nú yfir en sú vinna mun taka nokkurn tíma. Hulda gerir ráð fyrir að tölur úr þeim mælingum muni liggja fyrir eftir hádegi í dag. 

Jarðfræðingar urðu fyrst varir við að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga 24. nóvember og hafa verið í viðbragðsstöðu vegna goss síðan þá. 

Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson sagði í viðtalsþættinum Sprengisandi í dag að eldgos í Grímsvötnum sé „í spilunum“ þar sem eldstöðin sé orðin „ófrísk“. Síðast gaust í Grímsvötnum árið 2011. 

Hulda segir líkurnar á gosi ekki hafa breyst frá því í gær. „Það er bara svipað og áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert