Þakplötur, vinnupallar og trampólín á ferðinni

Eins og sjá má á þessari mynd brotnaði rúða í …
Eins og sjá má á þessari mynd brotnaði rúða í húsi í Borgarnesi í óveðrinu í dag. Bjarney Bjarnadóttir húseigandi segir engan hafa meiðst og vaskir lögregluþjónar komu og kipptu málum í liðinn.Annar hinna vösku lögregluþjóna er eiginmaður Bjarneyjar, sem sinnti því útkalli heima hjá sér. Ljósmynd/Bjarney Bjarnadóttir

Björgunarsveitir hafa alls farið í 50 útköll í dag vegna veðurs. Á höfuðborgarsvæðinu hafa þakplötur og vinnupallar fokið sem og síðustu útistandandi trampólín þessa árs. 

Davíð Már Bjarnason, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir frá Snæfellsnesi og austur fyrir fjall í dag en gul veðurviðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins.

Flest verkefnin á höfuðborgarsvæðinu snúa að þakplötum sem hafa fokið í snörpum vindhviðum sem og verkefni á byggingasvæðum.

Þar er mikið af lausamunum sem fjúka en Davíð segir verktaka fljóta að festa það sem þarf.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert