Bætist í vopnabúr Landspítalans gegn veirunni

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir mörg lyf í þróun gegn alvarlegum einkennum Covid-19. Spítalinn hefur undanfarna mánuði notast við lyfið Ronapreve og eru 72 skammtar af lyfinu Sotrovimab væntanlegir.

Bæði lyfin eru einstofna mótefni og þarf að gefa þau í æð. Unnið er að því að fá Molnupiravir á spítalann til meðferðar en lyfið er af öðrum toga en hin tvö. Um er að ræða veirulyf sem hemur fjölgun kórónuveirunnar í frumum líkamans, en einstofna mótefnalyfin hindra aftur á móti að veiran komist inn í frumurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »