Ekkert óeðlilegt að ráðherra skipi sóttvarnalækni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekkert óeðlilegt að heilbrigðisráðherra skipi sóttvarnalækni.

Tillögur þess efnis eru í samráðsgátt stjórnvalda í tilefni af fyrirhugðum breytingum á sóttvarnalögum.

Í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 sagði hann gert ráð fyrir því í lögum að sóttvarnalæknir vinni undir ráðherra og skili sínum tillögum til hans. „Ég túlka þetta ekkert þannig að hann sé pólitískt skipaður,” sagði Þórólfur og nefndi að landlæknir sé ráðinn af ráðherra. Landlæknir sé ekki pólitískt skipaður heldur fari fram faglegt mat á umsækjendum.

Hann sagði að með þessum fyrirhuguðu breytingum sé verið að skýra betur stjórnsýslulega stöðu sóttvarnalæknis og að tími sé kominn til að gera það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert