Eldur kviknaði í skúr á sólpalli

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í skúr sem stendur á sólpalli við raðhús í Grafarholti og barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning þess efnis laust fyrir klukkan sex í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru slökkviliðsmenn á staðnum og reiknar hann með því að þeir slökkvi eldinn hratt og vel. Engin hætta er talin á ferð fyrir íbúa.

Uppfært kl. 11.19:

Eldurinn kviknaði í skúr sem stendur á sólpallinum en ekki á sólpallinum sjálfum eins og kom fram í fyrri útgáfu fréttarinnar. Pallurinn er jafnframt staðsettur við raðhús en ekki fjölbýlishús. 

mbl.is