Lögregluþjónn greiddi sekt vegna harðræðis

Í skriflegu svari frá Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins …
Í skriflegu svari frá Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að málinu hafi verið lokið með sekt. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregluþjónn, sem var sendur í tímabundið leyfi vegna gruns um að hafa beitt harðræði við handtöku í nóvember síðastliðnum, fékk að halda starfi sínu en þurfti að greiða sekt vegna atviksins. Fréttablaðið greindi frá.

Sjónarvottar sem lýstu atvikinu í fyrra sögðu lögreglu hafa gengið allt of langt og hafa ítrekað slegið í höfuð brotaþola með kylfu, en slík högg eru óleyfileg samkvæmt vinnubrögðum lögreglunnar.

Í skriflegu svari frá Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að málinu hafi verið lokið með sekt.

Í svari sínu við fyrirspurninni segir Kolbrún að héraðssaksóknari hafi fyrst fellt niður málið, en að því hafi lokið með sekt eftir að sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara. Þar var niðurfelling héraðssaksóknara staðfest að mestu leyti, en lögreglumaðurinn fékk sekt fyrir að hafa ýtt í bak þolanda með kylfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert