Sjást sjaldnar í stórum hópum

Snjótittlingar á Seltjarnarnesi.
Snjótittlingar á Seltjarnarnesi. ómar

Snjótittlingur er afar útbreiddur nyrst á hnettinum. Hér verpir þessi litli spörfugl víða og er tiltölulega algengur varpfugl, einkum á hálendinu og á annesjum. Hann er útbreiddasti mófugl landsins, en á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar segir í samantekt um snjótittling að þótt litlar tölulegar upplýsingar liggi fyrir sé ekki vafa undirorpið að snjótittlingum hafi víða fækkað hér á landi. Greinileg fækkun hafi orðið í lágsveitum eftir aldamótin, t.d. suðvestanlands.

Jafnvel í þúsundatali

Á árum áður voru snjótittlingar algengir á höfuðborgarsvæðinu og mátti sjá þá í tuga-, hundraða og jafnvel í þúsundatali á opnum svæðum og í görðum. Fólk gaf þessum myndarlegu hópum kornmat af ýmsu tagi þegar harðnaði á dalnum. Glöggur lesandi hafði orð á því að slík sjón hefði orðið sjaldgæfari síðustu ár og segir Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, að greinileg breyting hafi orðið á.

Hann segir að snjótittlingi virðist vera að fækka sem varpfuglum, a.m.k. við ströndina. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert