Þurfa neikvætt próf til að mega æfa

Hjálpast að við Hlíðarenda.
Hjálpast að við Hlíðarenda.

Til að gæta ýtrustu varúðar biðlar barna- og unglingasvið Vals til foreldra að senda iðkendur Hlíðaskóla ekki til æfinga að Hlíðarenda fyrr en fyrir liggur neikvæð niðurstaða úr Covid-prófi.

Þetta er gert svo hægt sé að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar, að því er segir í tilkynningu frá félaginu í ljósi fjölmargra kórónuveirusmita í Hlíðaskóla.

Kennsla í 1.-10. bekk í skólanum hefur verið felld niður í dag og á morgun.

mbl.is