116 smit greindust innanlands

Bólusett við kórónuveirunni í Laugardalshöll í síðasta mánuði.
Bólusett við kórónuveirunni í Laugardalshöll í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 116 kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn, þar af voru 53 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. Átta smit greindust á landamærunum. 24 eru á sjúkrahúsi, þar af fimm á gjörgæslu. 

1.319 eru í einangrun, sem eru 47 færri en í gær. 1.772 eru í sóttkví, sem er fækkun um 110 á milli daga. 

Tekin voru 4.685 sýni, þar af 2.045 vegna landamæraskimunar. 

943 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 144 á Suðurnesjum, sem er tveimur færra en í gær. Á Vesturlandi er 61 í einangrun, sem er fækkun um sjö á milli daga. 61 er sömuleiðis í einangrun á Suðurlandi, sem eru fimm færri en í gær. 

mbl.is