250 milljónir til einkaaðila fyrir hraðpróf

Á leið í hraðpróf við Suðurlandsbraut.
Á leið í hraðpróf við Suðurlandsbraut. mbl.is/Auðun

Um síðustu mánaðamót höfðu Sjúkratryggingar Íslands greitt einkaaðilum tæplega 240 milljónir króna fyrir hraðpróf vegna kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins en um greiðslur fyrir tíu vikna tímabil er að ræða.

Einkaaðilarnir bjóða upp á hraðpróf á BSÍ, í Kringlunni, á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, á Aðalgötu í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.

Í september var sett reglugerð um að SÍ greiddi fyrir töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá 20. september til að auka aðgengi almennings að hraðprófum.

Hraðpróf fara einnig fram á vegum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut, auk þess sem sýnatökur fara fram á heilbrigðisstofnunum víða um land.

mbl.is