Áform um allt að 150 nýjar íbúðir

Bústaðavegur við Grímsbæ.
Bústaðavegur við Grímsbæ. mbl.is/Árni Sæberg

„Við gerðum þetta mjög svipað í Breiðholtinu í fyrra, kynntum vinnuhugmyndir og fengum að heyra álit hjá íbúum. Við höfum góða reynslu af þessari aðferð,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.

Nú er opið fyrir netsamráð á vef Reykjavíkurborgar þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að segja skoðun sína á vinnutillögum fyrir hverfisskipulag Háaleitis-Bústaða. Opið er fyrir netsamráðið til og með 15. desember. Einnig er hægt að senda inn athugasemdir á netfangið skipulag@reykjavik.is.

Austurátt. Þarna sést glitta í Grímsbæ hægra megin á milli …
Austurátt. Þarna sést glitta í Grímsbæ hægra megin á milli nýju húsanna.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær eru skiptar skoðanir um áform um þéttingu byggðar við Bústaðaveg. Íbúasamtök Bústaða- og Fossvogshverfis hafa boðað til íbúafundar á miðvikudagskvöld í Réttarholtsskóla og boðið þangað Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Eyþóri Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Áformin fela í sér að 17 nýjar byggingar verði byggðar beggja vegna Bústaðavegar í námunda við verslunarmiðstöðina Grímsbæ. Um 130-150 íbúðir geti verið í þessum byggingum á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónusta á götuhæð. Sökum landhalla sé unnt að hafa bílakjallara undir byggingunum. Bílastæðum á svæðinu geti því fjölgað úr 400 í að minnsta kosti 500, samkvæmt kynningu á áformunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert