Árið 2021 í hópi hlýju áranna

Ekki hefur rignt jafn mikið í höfuðborginni síðan 1993.
Ekki hefur rignt jafn mikið í höfuðborginni síðan 1993. mbl.is/​Hari

„Á lista yfir meðalhita síðustu 73 árin er hiti í Reykjavík í 15. hlýjasta sæti, í því fimmta hlýjasta á Akureyri og áttunda hlýjasta austur á Dalatanga. Við getum því gengið út frá því að árið 2021 verður í hópi hlýju áranna eins og öll ár þessarar aldar.“ Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu.

Tíð var nokkuð hagstæð í nóvember, segir í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Mánuðurinn var kaldari en meðalnóvembermánuður undanfarinn áratug um allt land. Úrkomusamt var á sunnan- og vestanverðu landinu. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í nóvember í Reykjavík síðan árið 1993.

Í nóvember var meðalhitinn í Reykjavík 2,1 stig. Það er 0,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,6 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Meðalhitinn var 0,3 stig á Akureyri sem er 0,3 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 0,7 stigum undir meðallagi síðastliðins áratugar. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,7 stig og á Höfn í Hornafirði var hann 2,1 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert