Ekki óeðlilegt að skylda nemendur í staðpróf

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur eðlilegt að háskólar skyldi nemendur í staðpróf enda ættu þeir að geta boðið upp á öruggt umhverfi þrátt fyrir heimsfaraldur.

Í ljósi smithættu hafa nemendur verið mishrifnir af því að mæta í staðpróf í háskólanum á tímum heimsfaraldurs og kjósa margir hverjir að þreyta frekar heimapróf.

Greint var frá því í gær að einstaklingur sem þreytti staðpróf í Háskóla Íslands hafi reynst smitaður af Covid-19. Fimm aðrir nemendur höfðu verið í sömu stofu og viðkomandi, og hafa þeir nú verið beðnir um að sýna ítrustu varkárni og fylgjast vel með einkennum.

 Á eftir að kynna sér kröfur um undanþágu

Telur þú háskólann ganga of langt með því að skylda nemendur í staðpróf?       

„Nei. Auðvitað tel ég eðlilegt að við séum að horfa hér á eðlilegt líf eftir allan þennan tíma í faraldrinum og þau geta búið þannig um hnútana að fólk geti mætt öruggt í skólann þrátt fyrir heimsfaraldur,“ segir Áslaug en tekur þó fram að hún eigi eftir að kynna sér hvort að einhverjar eðlilegar kröfur séu til staðar um undanþágu.

Spurð hvort hún teldi eðlilegt að hraðpróf væru nýtt í þeim tilfellum þar sem fólk er skyldað til að mæta á ákveðna staði, segir Áslaug ýmsar lausnir standa til boða „en auðvitað vonast maður til þess að við getum farið að lifa eðlilegra lífi með veirunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert